Hugbúnaðarsérfræðingur í autobilling

Advania 23. Mar 2021 Fullt starf

Við leitum að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstakling til liðs við kerfisþjónustu Advania. Við leggjum áherslu á teymisvinnu, bjóðum upp á fjölbreytt verkefni og gott fjölskylduvænt starfsumhverfi.

Innan Rekstrarlausna starfa tæplega 190 manns við rekstur, þjónustu og ráðgjöf við allt sem viðkemur tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval lausna tengt netrekstri, afritunartöku, hýsingu og skýjalausnum.

Starfslýsing

Starfið felst að mestu leiti í þróun og rekstri á hugbúnaði með því markmiði að sjálfvirknivæða ferlið við myndun reikninga (e. Autobilling). Unnið er með mikið magn af gögnum sem koma frá ýmsum kerfum og lausnum Advania. Annar mikilvægur þáttur starfsins felst í að sameina og birta þessi gögn á miðlægum stað til uppflettinga og greininga á þjónustum og samningum viðskiptavina.

Þekking og reynsla

  • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eðasambærileg reynsla.
  • Þekking á GO, PHP og PostgreSQL.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og áhugi á að vinna í teymi.
  • Metnaður til þess að skrifa vandaðan hugbúnað.

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi – bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.

Ferli ráðninga

  1. Tekið á móti umsóknum til 20. apríl 2021
  2. Yfirferð umsókna
  3. Boðað í fyrstu viðtöl
  4. Boðað í seinni viðtöl
  5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
  6. Öflun umsagna / meðmæla
  7. Ákvörðun um ráðningu
  8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Heimir Már Helgason, hópstjóri í kerfisþjónustu, heimir.mar.helgason@advania.is / s. 440 9000.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

.