Hugbúnaðarsérfræðingur hjá Expectus
Expectus er að leita að öflugum einstaklingi í þróunarteymi fyrirtækisins. Starfsmaðurinn mun gegna lykilhlutverki í greiningu, hönnun og forritun á þeim hugbúnaðarlausnum sem fyrirtækið ræður yfir. Leitað er að aðila sem hefur brennandi áhuga á tölvutækni og nýtingu hennar í kröfuhörðu umhverfi viðskiptavina.
exMon hugbúnaðarlausnir Expectus eru í notkun hjá mörgum af leiðandi fyrirtækjum á Íslandi. Lausnirnar gera fyrirtækjum kleift að verða gagnadrifin með því að ná tökum á gögnum og viðskiptaferlum.
Helstu verkefni
- Greining á þörfum viðskiptavina
- Hönnun á lausnum fyrirtækisins
- Forritun í .NET umhverfinu, á bak- og framenda
- Þátttaka í Agile þróunarteymi
- Samskipti og þjónusta við viðskiptavini
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla á þróun á veflausnum er kostur
- Þekking á .NET umhverfinu er kostur
- Reynsla og þekking á Microsoft SQL Server er kostur
- Reynsla á Agile þróunaraðferðum er æskileg
- Frumkvæði í starfi og þörf til að læra nýja hluti
- Mjög góð samskiptafærni
Expectus er hugbúnaðar og ráðgjafafyrirtæki og hjá okkur starfa yfir 20 sérfræðingar í hugbúnaðargerð og ráðgjöf.
Sérfræðingar okkar aðstoða stærstu fyrirtæki landsins við að ná varanlegum árangri með því að nýta sér rauntímaupplýsingar til ákvarðanatöku. Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum við að hanna og viðhalda framúrskarandi stjórnendaupplýsingum og gerum þeim kleift að spyrja og svara sínum eigin spurningum á einfaldan hátt. Þessa hæfni byggjum við á bestu aðferðarfræðum og hugbúnaði hverju sinni.
Við bjóðum okkar starfsfólki einstakt tækifæri til að vinna í fjölbreyttu, áhugaverðu og skemmtilegu umhverfi með lausnir fyrir mismunandi atvinnugreinar hjá stærstu fyrirtækjum landsins.
Expectus var valið fyrirtæki ársins 2016, 2017 og 2018 í hópi milli stórra fyrirtækja hjá VR.
Sækja um starf
Sótt er um starfið á heimasíðu Ráðum ráðningarstofu www.radum.is og þarf ítarleg ferilskrá að fylgja umsókninni.
Nánari upplýsingar veitir Agla Sigríður Björnsdóttir hjá Ráðum agla@radum.is
Umsóknarfrestur er til og með 8. desember nk.