Hugbúnaðarsérfræðingur

Hugfimi 21. Oct 2016 Fullt starf

Hugfimi leitar að hugbúnaðarsérfræðingi til vinnu á starfsstöðvar fyrirtækisins í Kópavogi eða á Akureyri.

Hugfimi býður upp á þjónustu á sviði gagnavinnslu, gagnatengingar og gagnaframsetningar. Félagið selur og þróar EYK hugbúnaðinn sem er veflægt gagnavinnslukerfi sem býður upp á miðlægt aðgengi að gagnasöfnum fyrirtækja með sérsniðinni framsetningu. Hugfimi er dótturfélag Mannvits sem er leiðandi fyrirtæki á sviði tæknilegrar ráðgjafar og nýsköpunar.

Verkefni starfsmanna Hugfimi eru fjölbreytt, sem dæmi má nefna uppsetningu vefþjóna, þróun API endapunkta og hönnun viðmóta. Félagið býður upp á sveigjanlegan vinnutíma, möguleika á að vaxa í starfi og tækifæri til að taka þátt í stefnumótun og vöruþróun.

Menntunarkröfur

  • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði.

Hæfnikröfur

  • Þekking og reynsla af notkun Javascript, CSS, HTML, Git og Unix skipanalínu.
  • Þekking á React og Redux er kostur.
  • Þekking á Django (Python), PostgreSQL, Rabbit MQ, CentOS, eða Ansible er kostur.

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2016. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Bjarki Ásbjarnarson, framkvæmdastjóri Hugfimi (s. 661-3092 │ bjarki@hugfimi.is).

Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi skal senda á netfangið umsokn@hugfimi.is. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.