Hugbúnaðarsérfræðingur

Rannís 20. Jul 2023 Fullt starf

Rannís leitar að flinkum forritara til að bætast í hugbúnaðarhópinn okkar. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt teymi sem vantar hressan “fullstack forritara” með mikinn áhuga á vefforritun og greiningarvinnu. Rannís er skemmtilegur vinnustaður með góðan starfsanda og nóg af kaffi! Starfið felst í hönnun, hugbúnaðargerð og umsjón með umsókna-, umsýslu- og upplýsingakerfum Rannís. Bæði er verið að viðhalda og uppfæra núverandi kerfi og einnig þróa og smíða nýjar lausnir og viðbætur til að einfalda og straumlínulaga ferli.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði hugbúnaðarfræða eða annað sambærilegt nám
• Þekking og reynsla á PHP, SQL, JavaScript og Git er kostur
• Reynsla af hugbúnaðargerð, Agile og Scrum er æskileg
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt góðri samskiptafærni
• Metnaður til að ná árangri í starfi með því að sýna vönduð vinnubrögð, frumkvæði og veita góða þjónustu

Endilega sendu okkur umsókn ef þú vilt vera með!


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 9. ágúst 2023

Sækja skal um starfið á heimasíðu Rannís, á www.rannis.is/starfsemi/laus-storf/. Umsókn skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf og prófskírteini.

Upplýsingar um starfið veitir Berglind Fanndal Káradóttir, sviðstjóri greininga- og hugbúnaðarsviðs, í síma 515 5816 eða í netfangið berglind.f.karadottir@rannis.is.

Umsækjendum er bent á að kynna sér starfsemi Rannís á www.rannis.is.