Hugbúnaðarsérfræðingur
Íslandsbanki leitar að metnaðarfullu og lausnamiðuðu starfsfólki í hönnun og forritun stafrænna lausna. Við viljum valdefla viðskiptavini í daglegri bankaþjónustu og leitum að áhugasömu fólki með reynslu í bakendaforritun til að slást í lið með okkur.
Við vinnum í teymum að notendamiðaðri vöruþróun og myndum sterka liðsheild sem tekst á við krefjandi áskoranir í samstarfi við hagsmunaaðila, innan sem utan bankans. Við hvetjum starfsfólk til að vera virkir þátttakendur í þróunarferlinu og leiða þannig bankann í stafrænni þróun.
Við bjóðum upp á nútímalegt tækniumhverfi þar sem við leggjum áherslu á gæði, lærdóm og uppbyggingu þekkingar.
Helstu verkefni:
- Hugbúnaðarþróun tengd daglegum bankaviðskiptum, svo sem greiðslukortum, innlendum og erlendum greiðslum, bankareikningum og ógreiddum reikningum.
- Greining og hönnun, nýþróun, sjálfvirknivæðing og bestun hugbúnaðar
- Samþætting og rekstur aðkeyptra lausna
- Ýmis verkefni Agile vöruteyma
Hæfniskröfur:
- Reynsla og þekking á hugbúnaðarþróun.
- Geta til að læra á nýja tækni og forritunarmál, úrlausn vandamála og greiningarhæfni.
- Þekking og reynsla af helstu hugbúnaðartólum (t.d. git, MSSQL, .NET Core/C#, Docker og OAuth) er kostur.
- Góð enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli.
- Lipurð í mannlegum samskiptum, frumkvæði og drifkraftur.
Nánari upplýsingar:
Nánari upplýsingar um starfið veita Halldóra G. Steindórsdóttir forstöðumaður á Upplýsingatæknisviði, (halldorast@islandsbanki.is) og Guðlaugur Örn Hauksson ráðningarstjóri s. 844-2714 (gudlaugurh@islandsbanki.is).
Hjá Íslandsbanka starfa um 700 manns með ástríðu fyrir árangri og vinnum við öll að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi og að því að veita bestu bankaþjónustuna.
Við erum stolt af því að hafa fengið nokkrum sinnum faggilta vottun á jafnlaunastaðalinn ÍST85:2012. Vottunin staðfestir að unnið er markvisst gegn kynbundnum launamun og þannig stuðlað að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Þessi vottun er eðlilegt framhald af þeirri vinnu sem unnin hefur verið innan bankans undanfarin ár en við fengum Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2016 og Gullmerki PwC 2015 og Jafnvægisvog FKA nokkur ár í röð.
Jafnframt leggur Íslandsbanki jafnframt mikla áherslu á sjálfbærnimál og styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Sækja um starf
Nánari upplýsingar um starfið veita Halldóra G. Steindórsdóttir forstöðumaður á Upplýsingatæknisviði, (halldorast@islandsbanki.is) og Guðlaugur Örn Hauksson ráðningarstjóri s. 844-2714 (gudlaugurh@islandsbanki.is).