Hugbúnaðarsérfræðingur
Hafrannsóknastofnun leitar að hugbúnaðarsérfræðing til að styrkja uppbyggingu, viðhald og framþróun upplýsingakerfa stofnunarinnar. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á bæði framenda- og bakendaforritun og verður hluti af teymi sem vinnur saman að úrlausn fjölbreyttra verkefna.
Helstu verkefni og ábyrgð
Hæfniskröfur
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsókn skal fylgja:
Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina.
Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.
Hafrannsóknastofnun áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum umsóknum.
Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar.
Um hafrannsóknastofnun
Hafrannsóknastofnun, rannsókna og ráðgjafastofnun hafs og vatna, er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði hafs- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Hún heyrir undir matvælaráðuneytið. Stofnunin rekur, auk aðalstöðvar í Hafnarfirði, starfsstöðvar vítt og breitt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hjá stofnuninni starfa að jafnaði um 190 manns í fjölbreyttum störfum.
Gildi stofnunarinnar eru: Þekking – Samvinna – Þor.
Nánari upplýsingar má finna á www.hafogvatn.is
Starfshlutfall er 100%
Sækja um starf
Umsóknarfrestur er til og með 17.01.2023
Nánari upplýsingar veitir
Harpa Þrastardóttir, Sviðsstjóri gagna og miðlunar - harpa.thrastardottir@hafogvatn.is - 787 1808 Berglind Björk Hreinsdóttir, Mannauðsstjóri - berglind.bjork.hreinsdottir@hafogvatn.is - 891 6990