Hugbúnaðarsérfræðingur
Prógramm leitar að bakenda- og full-stack forriturum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Ef þú ert áhugasamur og metnaðarfullur einstaklingur og tilbúinn til að taka að þér og leiða fjölbreytt og krefjandi verkefni þá áttu erindi við okkur.
Helstu verkefni
Nýsmíði, viðhald og þróun nýrra hugbúnaðarkerfa
C# forritun, vefþjónustur
Delphi client forritun stórra og mikilvægra vinnslukerfa
Oracle forritun í PL/SQL og SQL
Prógramm var stofnað 2007. Allt frá upphafi hafa markmið og gildi okkar verið þau sömu, einfaldleiki, nákvæmni og gleði. Prógramm á samstarf við fáa viðskiptavini en stóra og mikilvæga fyrir íslenskt samfélag. Við sérhæfum okkur í þróun og hönnun á sérsmíðuðum hugbúnaði. Hugbúnaðarferli Prógramms er ISO-27001 vottað.
Prógramm er ört vaxandi fyrirtæki, fjárhagslega sterkt og býður upp á gott og fjölskylduvænt vinnuumhverfi.
Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Einnig bjóðum við upp á fjarvinnuumhverfi og fögnum umsóknum utan höfuðborgarsvæðisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla við hugbúnaðargerð skilyrði
Þekking á framendaforritun
Þekking á C#Þekking á Delphi
Þekking á Oracle og MSSQL
Þekking á vefþjónustum, rest, graphql og soap
Geta unnið í teymi og hafa jákvætt og lausnamiðað viðhorf
Starfstengd fríðindi
Frábært mötuneyti og nasl milli mála
Samgöngustyrkur
Íþróttastyrkur
Sveigjanlegur vinnutími
Öflugt starfsmannafélag
Sturta og búningsklefi
Sækja um starf
Hulda Helgadóttir hjá HH Ráðgjöf hefur umsjón með ráðningu í starfið og veitir frekari upplýsingar ef óskað er í síma 561 5900 eða í tölvupósti hhr@hhr.is
Sótt er um starfið á heimasíðu HH Ráðgjafar www.hhr.is Beinn hlekkur á starfið: https://hhr.is/job-details/1890