Hugbúnaðarsérfræðingur

Langar þig að taka þátt í að hanna og þróa ný vefkerfi? Rannís þjónustar öflugustu sjóði landsins í t.d. nýsköpun, rannsóknum, menningu og tækniþróun. Hugbúnaðarteymið þróar og sér um umsókna- og umsýslukerfi allra þessara sjóða og þurfum við að vera á tánum til að sinna þörfum allra okkar ólíku viðskiptavina.

Nú leitum við að hugbúnaðarsérfræðingi í litla þróunarteymið okkar í fullt starf. Við erum að nútímavæða kerfi stofnunarinnar þar sem áherslan er á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini, gæði og traust.

Við leitum eftir einstaklingi til að:

• taka þátt í nútímavæðingunni með greiningu, hönnun og þróun nýs heildarkerfis fyrir umsýslu umsókna og styrkja

• bera ábyrgð á þróun einstakra kerfa

• hafa áhrif á stefnu deildarinnar við áframhaldandi þróun hugbúnaðar- og prófunarferlis

Starfið felst í hönnun, hugbúnaðargerð og umsjón með umsókna-, umsýslu- og upplýsingakerfum fyrir Rannís.

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Háskólamenntun á sviði hugbúnaðarfræða eða annað sambærilegt nám skilyrði

• Þekking og reynsla á PHP, SQL, JavaScript og Java er æskileg

• Reynsla af hugbúnaðargerð, Git, Agile og Scrum er æskileg

• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt góðri samskiptafærni

• Metnaður til að ná árangri í starfi með því að sýna vönduð vinnubrögð, frumkvæði og veita góða þjónustu


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Upplýsingar um starfið veitir Berglind Fanndal Káradóttir, sviðstjóri greininga- og hugbúnaðarsviðs, í síma 515 5816 eða í netfangið berglind.fanndal@rannis.is.

Umsóknafrestur er til og með 14. september 2021. Sækja skal um á vefsíðu Rannís, www.rannis.is/starfsemi/laus-storf/. Umsókn skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf og prófskírteini.

Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.

Við ráðningu í starfið verður tekið mið af jafnréttisáætlun Rannís. Laun greiðast samkvæmt viðeigandi kjarasamningi við fjármálaráðuneytið.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.