Hugbúnaðarsérfræðingur

Star-Oddi 22. Oct 2019 Fullt starf

Hugbúnaðarsérfræðingur í þróunarteymi okkar

Við leitum að drífandi og sjálfstæðum einstaklingi í fjölbreytt starf sem felur í sér nýsköpun og vöruþróun í hópi samhentra starfsmanna.

Star-Oddi er framsækið fyrirtæki á sviði mælitækni fyrir dýra- og umhverfisrannsóknir í hafi og á landi.

Okkar sýn er að vera leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu lítilla, áreiðanlegra og harðgerra mælitækja. Langflestir viðskiptavinir fyrirtækisins eru erlendir og meðal notenda eru heimsþekktar rannsókna- og vísindastofnanir.

Starfið felur í sér vöruþróun á nýjum afurðum og viðhaldi á núverandi vörum okkar. Þú þarft að kunna forritun örstýringa (microcontrollers) í ígreyptum kerfum (embedded systems), og hafa grunnþekkingu á almennri forritun fyrir Windows eða Linux umhverfi. Þú munt einnig taka þátt í þróun og viðhaldi á prófunarbúnaði, koma að gæðaprófun og kóðarýni, skjölun og rótargreiningu (Root Cause Analysis). Vinnan fer fram bæði í 2-3 manna hópi og sjálfstætt.

Hæfniskröfur

• B.Sc. eða M.Sc. gráða í tölvunarfræði eða rafmagns-, hátækni- eða hugbúnaðarverkfræði

• Menntun eða reynsla af vöruþróun og vöruþróunarferli æskileg

• Reynsla af C forritun æskileg

• Reynsla af Python, Java, C++, Delphi eða sambærilegum forritunarmálum æskileg

• Reynsla af Microchip og ARM örstýringum æskileg

• Reynsla af Bluetooth og USB ásamt I2C, SPI og RS232 samskiptastöðlum æskileg

• Góðir samskiptahæfileikar í ræðu og riti

Gildin okkar eru áreiðanleiki, metnaður og heiðarleiki og leitumst við við að fylgja þeim í hvívetna í störfum okkar.

Nánari upplýsingar um Star-Odda má sjá á heimasíðu fyrirtækisins star-oddi.com.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsókn með kynningarbréfi og náms- og starfsferilsyfirliti óskast sendar með tölvupósti á jobs@staroddi.com

Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 4. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Andrés Gunnarsson, andres@staroddi.com eða í s. 533 6060. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.