Hugbúnaðarsérfræðingur

WOW air 11. Dec 2017 Fullt starf

ERTU OFURNOTANDI?

Leitað er að tveimur jákvæðum og skipulögðum ofurnotendum (e. super users) í tölvukerfum sem snúa að gestum og flugrekstri WOW air. Starfsmennirnir skipuleggja og sjá um kennslu í notkun kerfanna ásamt því að sjá um rekstur þeirra frá degi til dags, veita ráðgjöf varðandi notkun og eru í samskiptum við birgja. Þeir fá einnig að öllum líkindum viðurnefnið Ofur á kaffistofunni.

HÆFNI, MENNTUN, KUNNÁTTA OG REYNSLA SEM STARFIÐ KREFST:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af rekstri og notkun tölvukerfa
  • Reynsla af þjálfun notenda tölvukerfa
  • Reynsla og/eða þekking á flugtengdri starfsemi er kostur
  • Góð enskukunnátta í ræðu og riti
  • Geta til að vinna sjálfstætt, sem og í hóp
  • Góðir skipulagshæfileikar
  • Geta til að takast á við ný verkefni og læra hratt
  • Rík þjónustulund
  • Jákvæðni og mjög góð samskiptafærni

Umsóknarfrestur til og með 18. desember 2017


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

AÐRAR UPPLÝSINGAR

WOW air er brosmilt lággjaldaflugfélag með það að markmiði að bjóða ávallt upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi. Flugfélagið hefur vaxið mjög ört á skömmum tíma og við hlökkum til að efla samkeppni í flugi enn frekar á komandi árum með nýjum og spennandi áfangastöðum. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því sem við erum að gera, bæði á skrifstofunni og gagnvart gestum okkar. Hjá okkur starfa nú um 1100 hörkuduglegir starfsmenn.

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Frekari fyrirspurnir um störfin má senda á starf@wow.is.