Hugbúnaðarsérfræðingur
Við leitum að hugbúnaðarsérfræðingi
Gagnaveita Reykjavíkur leitar að einstaklingi sem býr yfir skipulags- og samskiptafærni til liðs við Tæknideild GR. Tæknideild ber ábyrgð á uppbyggingu og rekstri eins umfangsmesta IP netkerfis á landinu. Hugbúnaðarumhverfi GR samanstendur m.a. af hugbúnaði byggðum á Python, WebMethods, C# og Java. Um er að ræða nýtt starf sem tækifæri gefst til að móta.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
- Hönnun og þróun á hugbúnaðarkerfum GR
- Samþætting við ytri og innri kerfi
- Val á hugbúnaðarlausnum
- Innleiðing á kerfum í rekstur
Menntunar- og hæfnikröfur:
- Háskólamenntun á sviði tölvunar- eða verkfræði eða sambærileg menntun
- Víðtæk reynsla í hönnun og þróun hugbúnaðar
- Víðtæk reynsla af hugbúnaðarþróun með opnum hugbúnaði
- Reynsla af rekstri hugbúnaðarkerfa
- Geta til að koma hönnun á framfæri með myndrænum og skriflegum hætti
- Metnaður og sjálfstæð vinnubrögð
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið.
Stefna fyrirtækisins er að jafna hlut kynjanna m.t.t. starfstækifæra.
Gagnaveita Reykjavíkur vinnur að uppbyggingu, þjónustu og rekstri á gagnaflutningskerfi byggðu á ljósleiðaratækni. Um ljósleiðaranetið rekur GR öflugt dreifi- og samskiptakerfi fyrir sjónvarp, síma, internet og farsímaþjónustu.
Gagnaveita Reykjavíkur er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveita Reykjavíkur hefur sameiginlega starfsmannastefnu og býður upp á fjölbreyttan vinnustað fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað varðar öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð. Fyrirtækið hlaut Jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs 2011 og 2013, sem og Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2015.
Sækja um starf
Sækja skal um starfið á: gagnaveita.is Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst 2015. Nánari upplýsingar veitir Jón Ingi Ingimundarson, Forstöðumaður tæknideildar í netfanginu jon.ingi.ingimundarson@gagnaveita.is.