Prófanir, verkefna- og vörustjórnun

Borgun 9. Mar 2017 Fullt starf

Við leitum að einstaklingi sem er jafnvígur á prófanir, verkefna- og vörustjórnun til þess að sinna mjög fjölbreyttu starfi í Hugbúnaðarþróun Borgunar. Kunnátta í .NET og SQL forritun kemur líka að góðum notum.

Helstu verkefni:

  • Prófanir og úttektir á búnaði og tengingum við samstarfsaðila.
  • Leiða innleiðingarverkefni vegna Host-2-Host tenginga samstarfsaðila.
  • Umsjón með innleiðingarferlum og vinna að umbótum á þeim.
  • Vörustýring og tæknileg ráðgjöf í posa- og greiðslulausnum.
  • Tæknilegur stuðningur við framlínu, samstarfsaðila og viðskiptavini.
  • Innleiðing og eftirfylgni á reglum erlendra kortafélaga, þ.e. Visa, Mastercard ofl.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í tölvunarfræði, kerfisfræði eða sambærileg menntun.
  • Reynsla af hugbúnaðarprófunum.
  • Reynsla af verkefna- og/eða vörustjórnun er æskileg.
  • Þekking á SQL, C# og ASP.NET.
  • Forvitni og endalaus áhugi á tækni og tækninýjungum.
  • Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
  • Faglegur áhugi og metnaður til að skara framúr.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna undir miklu álagi.
  • Hæfni til að halda mörgum boltum á lofti í einu.
  • Sjálfstæði, þjónustulund, skipulagshæfileikar og frumkvæði í starfi.

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Borgun er leiðandi fjármálafyrirtæki í þróun og hagnýtingu lausna á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á www.borgun.is. Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2017. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurjón Þráinsson, Þróunarstjóri, í síma 859-7969.