Hugbúnaðarprófari

TM Software 21. Feb 2017 Fullt starf

Heilbrigðislausnasvið TM Software leitar að metnaðarfullum prófara í öflugt þróunarteymi sem vinnur að hugbúnaðarlausnum fyrir heilbrigðisgeirann. Á sviðinu starfar reynslumikill hópur hugbúnaðarsérfræðinga sem leggur metnað sinn í að þróa framúrskarandi lausnir á heilbrigðissviði. Meðal verkefna eru þróun á rafrænni sjúkraskrá sem notuð er á stærstu heilbrigðisstofnunum landsins, rafrænum samskiptum á milli heilbrigðisstofnana og lausnum sem veita almenningi aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun í raun- eða tæknigreinum
  • Reynsla af hugbúnaðarprófunum og ferlum í hugbúnaðarþróun
  • Þekking á gagnagrunnum (Oracle og SQL Server), stýrikerfum (Microsoft), skriftum (s.s. í PowerShell)
  • Þekking á forritun og sjálfvirkum prófunum æskileg
  • Námskeið tekin í hugbúnaðarprófunum eru kostur (s.s. ISTQB)
  • Nákvæmni og fagmennska

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðjón Vilhjálmsson, gudjonv@tmsoftware.is Sótt er um starfið á vef TM Software, www.tmsoftware.is/lausstorf Allar umsóknir og fyrirspurnir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað. Umsóknarfrestur er til 3. mars 2017.