Hugbúnaðarhönnuður / Verkefnastjóri
Hefur þú brennandi áhuga á að létta fólki störfin með þróun á réttu hugbúnaðarlausninni? Við leitum að jákvæðum og hugmyndaríkum félaga í teymi sérfræðinga hjá Upplýsingatækni Orkuveitu Reykjavíkur. Helstu verkefni eru stýring innri hugbúnaðarverkefna frá greiningu á þörfum til afhendingar lausna sem styðja við vinnuferli og markmið OR samstæðunnar.
Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um.
OR er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð.
Sækja um starf
Nánari upplýsingar veitir Bryndís Ernstsdóttir mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@or.is.
Þú sækir um á ráðningavef OR, þar sem nánari upplýsingar um starfið er að finna.
Umsóknarfrestur er til og með 14. desember 2015.