Hugbúnaðarhönnuður
Brennur þú fyrir þróun hugbúnaðarlausna og innleiðingu á hinum ýmsu kerfum? Áttu gott með að vinna í árangurs og verkefnadrifnum hópum? Býrð þú að framsýni, sjálfstæði og átt auðvelt með að finna úrræði og lausnir?
Vörður leitar að öflugum liðsauka í teymi sérfræðinga sem vinna að upplýsingatæknimálum. Helstu verkefni hópsins eru þróun á fjárhags- og tryggingakerfi félagsins í Microsoft Dynamics NAV 2016 sem og öðrum kerfum, innleiðing á aðkeyptum kerfum, notendaprófanir og aðstoð við notendaþjónustu. Teymið sinnir einnig vefsíðum Varðar og þróunarverkefnum með
öflugum samstarfsaðilum félagsins á sviði trygginga- og fjártækni.
Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um en viðkomandi einstaklingur þarf að hafa menntun og reynslu á sviði hugbúnaðarþróunar, helst á sviði Microsoft Dynamics NAV. Mikill kostur er ef viðkomandi hefur þekkingu á NAV 2016 og nýrri útgáfum sem og þekkingu á þróun á vefþjónustum.
Vörður er lifandi og skemmtilegur vinnustaður með fjölskylduvæna og heilsueflandi mannauðsstefnu þar sem unnið er
í anda jafnréttis. Vinnuumhverfi félagsins er nútímalegt, jákvætt og árangursmiðað.
Sækja um starf
Tekið er á móti umsóknum á ráðningarvef félagsins inni á vordur.is þar sem nánari upplýsingar um starfið er að finna.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Scheving Thorsteinsson, forstöðumaður upplýsingatækni, í netfanginu sverrir@vordur.is eða Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri, í netfanginu harpa@vordur.is