Hugbúnaðararkitekt – Solution architect

Orkuveitan 3. Sep 2024 Fullt starf

Hugbúnaðararkitekt – Solution architect

Við leitum að lausnamiðuðum og sjálfstæðum einstaklingi með brennandi áhuga og þekkingu á högun hugbúnaðar. Sem hluti af okkar öfluga teymi hugbúnaðararkitekta hjá Stafrænni Umbreytingu hjá Orkuveitunni, muntu vinna með sérfræðingum sem deila sama áhuga og þú á að skapa og þróa nýstárlegar kerfislausnir.

Um fjölbreytt starf er að ræða en helstu verkefni eru að hanna og þróa kerfislausnir Orkuveitunnar og dótturfélaga, samþætting lausna, að vera leiðandi í hönnun á nýjum lausnum ásamt samvinnu með ytri og innri aðilum sem koma að hugbúnaðargerð Orkuveitunnar.

Ef þú er skapandi, býrð yfir skipulagshæfni og vilt þróast í starfi þá viljum við heyra frá þér.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Reynsla af forritun í Net, C#, CSS og JavaScript
  • Reynsla af því að byggja upp stærri hugbúnaðarlausnir og viðhalda þeim í rekstri
  • Reynsla af Azure DevOps er kostur
  • Þekking á Microsoft SQL gagnagrunnum
  • Reynsla af forritun í Microsoft lausnum er kostur
  • Þekking á skýjaþjónustum er kostur
  • Frumkvæði og hæfni til að starfa sjálfstætt
  • Góð samskiptafærni og hæfni í að túlka kröfur og væntingar hagaðila
  • Leiðtogahæfni með færni til að sjá heildarmyndina, stuðla að lausnamiðuðum vinnubrögðum og tryggja framvindu verkefna
  • Háskólapróf eða sambærileg menntun/reynsla sem nýtist í starfi

Í boði eru fjölbreytt verkefni í fjölskylduvænu starfsumhverfi.

Hvernig vinnustaður er Orkuveitan? (kynningarmyndband)

Orkuveitan samanstendur af móðurfélaginu og fjórum dótturfélögum, Orku náttúrunnar, Veitum, Ljósleiðaranum og Carbfix og hefur það hlutverk að styðja vaxandi samfélag, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu.

Við bjóðum upp á fjölbreytt og stuðningsríkt vinnuumhverfi þar sem áhersla er lögð á framsýni, hagsýni, heiðarleika og frumkvæði. Rannsóknir hafa sýnt að fjölbreytileiki leiðir til betri árangurs og við hvetjum öll sem uppfylla grundvallarskilyrði starfsins til að sækja um, óháð því hvort þau haki í öll boxin.

Umsóknarfrestur er til og með 22. september 2024

Nánari upplýsingar veitir Kristrún Lilja Júlíusdóttir, Forstöðukona stafrænna og stefnumiðaðra umbreytinga, á netfanginu kristrun.lilja.juliusdottir@orkuveitan.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur