Hugbúnaðar- og gagnagrunnssérfræðingur

Landsvirkjun 15. Jun 2023 Fullt starf

Við leitum að öflugum hugbúnaðarsérfræðingi í teymi upplýsingatækni og stafrænnar þróunar. Viðkomandi þarf að vera reyndur bakendaforritari með góða þekkingu á gagnagrunnum og brennandi áhuga á hugbúnaðarþróun og uppbyggingu kerfa.

Helstu verkefni snúa að hönnun gagnagrunna og vefþjónustulags með það að markmiði að auka og bæta þjónustu við viðskiptavini og starfsfólk, samþættingu kerfa og umsjón aðkeyptra lausna.

Hæfni og þekking:

  • Yfirgripsmikil þekking og reynsla af forritun og hugbúnaðarþróun
  • Góð gagnagrunnskunnátta og reynsla af vinnu við gagnagrunna
  • Menntun á sviði tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og hæfni til að tileinka sér nýja hluti
  • Góð samskiptahæfni og geta til að vinna í teymi

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið á landsvirkjun.is/storf

Umsóknarfrestur er til og með 21. júní.

Fyrirspurnir má senda á netfangið mannaudur@landsvirkjun.is