Hugbúnaðarsérfræðingur – spennandi sprotafyrirtæki
Við leitum að öflugu hugbúnaðarfólki í léttleikandi teymi í nýtt sprotafyrirtæki. Þú munt taka þátt í að þróa nýja vöru fyrir heimsmarkað eins og lýst er á www.intraz.com.
Hugmyndin hlaut önnur verðlaun í Gullegginu 2013, og að auki verkefnastyrk til næstu þriggja ára frá Tækniþróunarsjóði.
Við erum nú þegar með öfluga alþjóðlega samstarfsaðila bæði utanlands og innan sem munu prófa búnaðinn okkar á ýmsum stigum og hjálpa okkur að vinna samkvæmt “lean startup” aðferðafræðinni.
Við leitum að fólki með brennandi áhuga á viðfangsefninu sem byggir á “aproximity sensing”, “mobile development”, “web development”, RSSI, og RFID. Umsækjendur þurfa að búa yfir góðri undirstöðumenntun, hafa reynslu af þróunarvinnu og hafa sýnt það í verki að vera sá eldhugi sem við leitum að.
Allar fyrirspurnir eða umsóknir sendist á axel@intraz.com