Hugbúnaðarsérfræðingur

Landmælingar Íslands 6. Jan 2012 Fullt starf

Starf hugbúnaðarsérfræðings hjá Landmælingum Íslands á Akranesi

Laust er til umsóknar starf hugbúnaðarsérfræðings hjá Landmælingum Íslands (LMÍ). Landmælingar Íslands eru ríkisstofnun staðsett á Akranesi. Meginhlutverk hennar er að sinna landmælingum og vinnslu landupplýsinga ásamt vinnu við innleiðingu INSPIRE tilskipunarinnar og laga um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á Íslandi. Hjá stofnuninni vinna 29 starfsmenn með hæfni sem byggir á öflugri liðsheild og hópavinnu.

Starfssvið:
• Vinna að vefþjónustum til að veita aðgang að gögnum LMÍ
• Vinna við uppbyggingu og viðhald gagnagrunna fyrir landupplýsingar
• Vinna að lausnum sem samræma notkun landupplýsinga hjá opinberum aðilum m.a. á grundvelli INSPIRE tilskipunar Evrópusambandsins
• Vinna að lausnum vegna innleiðingar laga um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á Íslandi
• Vinna við ýmsar sértækar hugbúnaðarlausnir fyrir LMÍ

Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun t.d. í tölvunarfræði, verkfræði, kerfisfræði, landupplýsingafræðum eða önnur háskólamenntum sem nýtist í starfi
• Reynsla af forritun, gagnagrunnsvinnu og vefþjónustu
• Hæfni í mannlegum samskiptum og skipulögðum vinnubrögðum
• Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í starfi
• Góð enskukunnátta


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til 22. janúar næstkomandi og skulu umsóknir er greina frá menntun og reynslu berast til Landmælinga Íslands fyrir þann tíma. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf 1. apríl eða eftir samkomulagi. Um er að ræða 100% starf og eru laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jensína Valdimarsdóttir, starfsmannastjóri í síma 430 9000 eða með tölvupósti: jensina@lmi.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin. Hægt er að sækja um á vef LMÍ www.lmi.is undir fyrirsögninni Starf hugbúnaðarsérfræðings