Hugbúnaðarsérfræðingur

Intelscan ehf 13. Dec 2011 Fullt starf

Intelscan hefur síðustu tíu ár þróað einkaleyfisbundna aðferð til að mæla raka í þurrefni í rauntíma og smíðað sjálfvirknilausnir sem hámarka rakainnihald hráefnisins miðað við æskilegt viðmið með því að hafa áhrif á framleiðsluferlið.

Nú er metnaður í mönnum og konum og félagið er að vaxa. Því bráðvantar okkur öflugan hugbúnaðarsérfræðing og lykil starfsmann í þróunardeild.

Hugbúnaðarsérfræðingurinn þarf að kunna skil á C Sharp forritun og gangagrunnum.

Við bjóðum upp á starf í alþjóðlegu umhverfi og tækifæri til að taka þátt í vexti sprotafyrirtækis.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veitir Júlíus B. Benediktsson í síma 897 7003 eða í tölvupósti; julius@intelscan.is