Hugbúnaðarsérfræðingur – nú vantar fleiri!

ReMake Electric ehf 14. Mar 2012 Fullt starf

Aftur þurfum við að bæta við okkur kraftmiklu og hugmyndaríku fólki til að taka þátt í uppbyggingu nýrrar vöru og tækni sem byggir á vélbúnaði og hugbúnaði.
Um er að ræða smíði lagskiptra server-side eininga ásamt viðmótum fyrir vef og snjallsíma.

Ef þú ert snjall/snjöll í umverfi eins og java (play! stack) eða python og með 2 – 3 ára reynslu í slíku umhverfi þá smell passar þú inn í lifandi hóp hjá okkur.

Svo er ekki slæmt ef þú rúllar upp með annari hlutum eins og sql, json, html, og css.

Við erum á feikna mikilli ferð og áhugi á því sem við erum að smíða hefur vakið mikla athygli. Hjá fyrirtækinu starfa í dag 16 kraftmiklir einstaklingar en saman ætlum við okkur stóra hluti.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sendu annaðhvort umsókn og ferilskrá á axel@remake.is eða hafðu samband í síma 665 3004.