Hugbúnaðarsérfræðingur
Hjá Íslenskri erfðagreiningu eru rekin umfangsmikil upplýsingakerfi sem halda utan um söfnun á ýmiss konar líf- og læknisfræðilegum mæligögnum og í kjölfarið vinna úr þeim upplýsingar sem nýtast öðrum sérfræðingum fyrirtækisins til að finna tengsl erfðabreytileika við sjúkdóma.
Núna erum við að leita að hugbúnaðarsérfræðingum til að styrkja þau teymi sem þróa og reka þessi kerfi.
Við viljum gjarnan tala við þig ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur og hefur reynslu af einhverju af eftirfarandi:
Forritun í Java,
Forritun í Python,
Vefforritun í Ruby on Rails,
Verkefnisstjórn, uppsetningu og prófunum á hugbúnaði
Hæfniskröfur:
Háskólamenntun í tölvunarfræði eða skyldum greinum, eða sambærileg reynsla.
Þekking á linux er kostur
Þekking á sql er kostur
Þekking á scrum/agile er kostur.
Þekking á sameindalíffræði eða erfðafræði er kostur.
Umsóknir skulu fylltar út á www.decode.is (almenn umsókn) fyrir lok dags 1.apríl næstkomandi með ferilskrá og stuttu kynningarbréfi í viðhengi.
Frekari upplýsingar veitir starfsmannastjóri: careers@decode.is