Hugbúnaðarsérfræðingur

Íslandsbanki 13. Feb 2014 Fullt starf

Hugbúnaðardeild Íslandsbanka er skipuð metnaðarfullu og lausnamiðuðu starfsfólki sem leitast ávallt við að vera í fararbroddi með lausnir á sviði upplýsingatæki. Sterk liðsheild tekst á við nýjar áskoranir sameiginlega sem skilar bestu lausnum hverju sinni og við vinnum þétt með hagsmunaaðilum okkar innan sem utan bankans.

Við leitum að öflugum sérfræðingi til að bætast í hópinn og taka að sér nýtt hlutverk.

Helstu verkefni:

• Leiða vinnu við aukna sjálfvirknivæðingu í hugbúnaðarferlum bankans (build automation).
• Umsjón með verkefnakerfi bankans, Microsoft Team Foundation Server (TFS), sem felur m.a. í sér þróun, stillingar og samþættingu ásamt breytingastjórnun, notendaaðstoð, ráðgjöf og stefnumótun varðandi notkun TFS innan bankans.
• Önnur verkefni eftir nánara samkomulagi.

Hæfniskröfur:

• Háskólamenntun á sviði tölvunar- eða verkfræði
• 3-5 ára reynsla af hugbúnaðargerð
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Reynsla af því að kenna og leiðbeina er æskileg
• Faglegur metnaður og öguð vinnubrögð
• Sjálfstæði, frumkvæði og kraftur


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veitir Þórir Ólafsson, deildarstjóri Fjármála- og viðskiptagreindarlausna , sími 844 4260 (thorir.olafsson@islandsbanki.is). Tengiliður á mannauðssviði er Sigrún Ólafsdóttir, sími 440 4172 (sigrun.olafs@islandsbanki.is). Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og senda ásamt ítarlegri ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar nk.