Hugbúnaðarþróun

Mint Solutions 9. Aug 2012 Fullt starf

Mint Solutions er framsækið hátæknifyrirtæki sem þróar hugbúnað og tækni fyrir heilbrigðisgeirann. Við hönnum og markaðssetjum MedEye, byltingakennda hugbúnaðar- og tölvusjónarlausn sem tryggir lyfjaöryggi á sjúkrahúsum.

Lausninni hefur verið vel tekið á evrópskum mörkuðum og við ætlum okkur stóra hluti um allan heim. Til þess að nýta okkur það forskot sem við höfum á samkeppnisaðila okkar þurfum við þína hjálp.

Við hjá Mint Solutions viljum byggja upp besta þróunarteymi sem hægt er að hugsa sér. Við viljum gjarnan heyra frá þér ef þér finnst eitthvað af eftirfarandi hljóma spennandi:

Viðmótsforritun
– Hönnun og smíði viðmóts fyrir hjúkrunarfólk um allan heim, sem er ofureinfalt í notkun og bjargar mannslífum á hverjum degi.

Stjórnun vélbúnaðar
– Hönnun og smíði MedEye vél- og stýribúnaðar sem gerir tækið sem hraðvirkastast og áreiðanlegast.

Samþættingar- og bakendaforritun
– Hönnun og smíði MedEye bakenda, sem allur búnaðurinn byggir á. Miðlar upplýsingum til og frá öðrum kerfum og gerir uppsetningu MedEye auðvelda fyrir sjúkrahús.

Algorithmahönnun
– Hönnun og smíði öflugra tölvusjónaralgorithma. Við notum nýjustu fræði í tölvusjón til að ná þeirri nákvæmni og hraða sem til þarf til að gera MedEye sem hraðvirkast og skemmtilegast í notkun. Við erum langt á undan samkeppnisaðilum okkar og erum með margar hugmyndir um hvernig við getum gert ennþá betur.

Sölur eru þegar hafnar og við búum okkur undir fyrstu innleiðingar nú í haust.

Við vitum að besta fólkið fær bestu launin og leggjum áherslu á að gefa starfsmönnum okkar tækifæri til þess að þróa sig í starfi. Hjá Mint Solutions færðu tækifæri til þess að sanna þig og uppskera árangur erfiðisins, sem hluti af litlu en samheldnu teymi.

Við vonumst til að ganga frá ráðningu í september, en þó einungis ef við finnum verðuga kandídata. Háskólamenntun og/eða mikil og góð reynsla eru forsenda ráðningar.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sendið upplýsingar/spurningar/starfsferilskrá á job@mint.is og við svörum um hæl.