Hreyfihönnuður
Íslenska auglýsingastofan óskar eftir að ráða til
sín hreyfihönnuð.
Um er að ræða tímabundið hlutastarf í ca. 6 mánuði,
með möguleika á fastráðningu.
Íslenska leggur áherslu á árangur viðskiptavina sinna
og byggir öflugt skapandi starf á sterkum faglegum grunni,
vandaðri ráðgjöf og markvissum rannsóknum.
Viðkomandi skal vera opinn fyrir því að umgangast stórkostlega
samstarfsfélaga og viðhalda vinsamlegu starfsumhverfi.
Hæfniskröfur
Kunnátta í After effects/Flash er skilyrði.
3D kunnátta er kostur.
Kunnátta í klippivinnu er kostur.
Framenda-forritun er kostur (HTML – XHTML – HTML5).
Mikill áhugi á öllu öðru er óþarfur en ekki endilega verri.
Áhugasamir skulu senda ferilskrá og kynningarbréf á egill@islenska.is Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.