Hópstjóri Þróunar og devops
Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða í starf hópstjóra þróunar og devops á Upplýsingatæknisviði hjá Veðurstofu Íslands.
“Framsækni og áreiðanleiki” eru tvö af gildum Veðurstofu Íslands og endurspeglast þau í víðtæku starfsumhverfi upplýsingatæknisviðs. Sviðið sér um notendaþjónustu og rekstur upplýsingatæknikerfa og rekstur fjölbreyttra sérkerfa Veðurstofunnar, auk kerfisþróunar, DevOps og hugbúnaðarþróunar. Eins leggur Upplýsingatæknisvið til sérfræðiþekkingu og ráðgjöf á vettvangi upplýsingatækni sem styður við hlutverk Veðurstofu Íslands sem sinnir eftirliti og rannsóknum á náttúru Íslands. Á sviðinu starfa að jafnaði 18 starfsmenn.
Hjá Veðurstofu Íslands starfar öflugur hópur fólks sem hefur það hlutverk að stuðla að bættu öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar. Því hlutverki sinnir starfsfólk Veðurstofunnar með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun og greiningu gagna, rannsóknum, þróun og miðlun upplýsinga. Jafnframt er það hlutverk Veðurstofunnar að styðja sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og samfélagslega hagkvæmni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð og fagleg forysta í verkefnum tengdum hugbúnaðarþróun og DevOps
- Verkstýring verkefna er tengist hugbúnaðarþróun og DevOps
- Sérfræðistörf í verkefnum tengdum hugbúnaðarþróun og DevOps
- Mikil samskipti við innri og ytri þjónustuþega
Hæfniskröfur
- Háskólapróf og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi, s.s. í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilegu. Framhaldsmenntun kostur
- Farsæl reynsla af verkefnastjórnun hugbúnaðarverkefna, s.s. Agile
- Þekking og farsæl reynsla af hugbúnaðarþróun og innleiðingu hugbúnaðar í rekstur
- Farsæl reynsla í forritun
- Þekking á kerfisþróun og -arkitektúr mikill kostur
- Þekking á gerð vefviðmóta og bakendamiðlunar
- Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Greiningarhæfni og færni til að miðla niðurstöðum innan teymis og út á við í rituðu og töluðu máli
- Skipulagshæfni, nákvæmni og frumkvæði í starfi
- Þekking á ISO 9001/27001 kostur
- Gildi Veðurstofu Íslands eru þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni. Ráðningar á stofnuninni taka mið af þessum gildum
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 07.06.2022
Nánari upplýsingar veita
Gunnar Bachmann Hreinsson, Framkvæmdastjóri Upplýsingatæknisviðs – gbh@vedur.is – 5226000
Borgar Ævar Axelsson, Mannauðsstjóri – borgar@vedur.is – 5226000
Sækja um starf
Umsóknir óskast fylltar út á www.starfatorg.is. Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.