Hönnuður á upplýsingatæknisviði – Enterprise Architect

Íslandsbanki 1. Nov 2014 Fullt starf

Íslandsbanki leitar eftir að öflugum aðila til starfa sem hönnuður á upplýsingatæknisviði (Enterprise Architect). Hjá bankanum starfar teymi hönnuða sem leiða upplýsingatæknistefnu bankans og vinna með öðrum teymum í upplýsingatækni við að tryggja að útfærslur séu í samræmi við stefnu. Miklar kröfur eru gerðar um metnað í starfi og fagleg vinnubrögð til að ná góðum árangri. Við leitum að skipulögðum einstaklingi með yfirburðaþekkingu sem hefur frumkvæði, góða samskiptahæfileika, mikla þjónustulund og getur unnið sjálfstætt.

Helstu verkefni:
• Leiða vinnu með grunnkerfahópum um uppbyggingu og útfærslu á tæknihögun
• Einn af lykilaðilum við þróun og viðhald upplýsingatæknistefnu bankans
• Vinnur með deildum á upplýsingatæknisviði og viðskiptaeiningum að hönnun lausna í upplýsingatækni
• Utanumhald og eftirfylgni á þróunarmynstrum, kóðareglum og sniðmátum
• Val á lausnum til að styðja við stefnu bankans

Þekking og reynsla:
• Háskólapróf í verkfræði, tölvunarfræði eða sambærileg menntun. Framhaldsmenntun æskileg
• Víðtæk þekking og reynsla af upplýsingatækni
• Þekking á þjónustumiðari högun upplýsingakerfa
• Þekking og reynsla af Agile aðferðarfræði æskileg
• Reynsla af starfi hjá fjármálafyrirtæki æskileg


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Friðgeir Haraldsson, johann.fridgeir.haraldsson@islandsbanki.is, sími 844 4065. Tengiliður á Mannauðssviði er Ásta Sigríður Skúladóttir, asta.sigridur.skuladottir@islandsbanki.is, sími 440-4186. Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar ásamt ítarlegri ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 9. nóvember nk.

Við bjóðum góða þjónustu. Hjá Íslandsbanka starfa um 1000 starfsmenn. Við sækjumst eftir starfsfólki sem er jákvætt, faglegt og framsýnt og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans. Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera númer eitt í þjónustu