Hæfileikaríkur forritari

Capacent 9. Mar 2015 Fullt starf

Fyrirtæki á sviði tæknilausna óskar að ráða hæfileikaríkan forritara til starfa.

Fyrirtækið framleiðir meðal annars afgreiðslukerfi fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki og þjónustar þau. Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og þjónustulund eru eftirsóknarverðir eiginleikar í fari forritara. Viðkomandi sinnir þróun á nýjum lausnum þar sem reynir bæði á frumkvæði og hugmyndaflug. Kerfin sem verið er að vinna með eru í stöðugri þróun þar sem bæði starfsmenn og viðskiptavinir koma með hugmyndir sem eru tvinnaðar inn í hugbúnaðinn.

Hæfniskröfur eru eftirfarandi:
• Þekking á SQL Server nauðsynleg
• Reynsla í .Net og JAVA mikill kostur
• Afburða samskiptahæfileikar og hafa gaman að því að þjónusta fólk
• Skipuleg vinnubrögð, vandvirkni og nákvæmni

Umsóknarfrestur er til og með 16. mars nk.Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is.Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Silja Jóhannesdóttir (silja.johannesdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veitir Silja Jóhannesdóttir (silja.johannesdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. https://radningar.capacent.is/storf/ViewJobOnWeb.aspx?jobid=14165