Grafískur hönnuður
Háskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða grafískan hönnuð á markaðs- og samskiptasvið. Starfið felur í sér fjölbreytt viðfangsefni sem snúa að kynningarmálum háskólans.
ÁBYRGÐARSVIÐ:
- Hönnun auglýsinga háskólans fyrir vef- og prentmiðla.
- Hönnun og uppsetning á fjölbreyttu prentefni.
- Hönnun á útliti fyrir vef HR, í samvinnu við vefstjóra.
- Samskipti við prentsmiðjur, birtingahús og fjölmiðla vegna auglýsingabirtinga.
- Ýmis önnur tilfallandi verkefni tengd markaðs- og kynningarmálum.
- Þátttaka í stefnumótun með öðrum starfsmönnum sviðsins.
VIÐ LEITUM AÐ EINSTAKLINGI MEÐ:
- Menntun og reynslu á sviði grafískrar hönnunar.
- Hæfileika til að hugsa út fyrir boxið og leita nýrra lausna.
- Góða íslensku- og enskukunnáttu.
- Hæfni í mannlegum samskiptum og vilja til að vinna í hóp.
- Reynsla af ljósmyndun væri kostur.
- Hæfileika til að vinna sjálfstætt og með næmt auga fyrir smáatriðum.
Nánari upplýsingar um starfið veita Eiríkur Sigurðsson (eirikursig@ru.is), forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs, og Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, (sigridureg@ru.is) framkvæmdastjóri mannauðs.
Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Akademískar deildir háskólans eru fjórar: Lagadeild, tölvunarfræðideild, tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfagleika, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 3700 í fjórum deildum og starfa um 240 fastir starfsmenn við háskólann auk fjölda stundakennara.
Umsóknarfrestur er til og með 6. nóvember 2017 og skal umsóknum skilað á vef Háskólans í Reykjavík, radningar.hr.is. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.