Grafískur hönnuður
Bílaumboðið Askja ehf. óskar eftir að ráða öflugan grafískan hönnuð í tímabundið starf á markaðssviði fram yfir áramót.
Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á Mercedes-Benz og Kia bifreiðum. Boðið er upp á krefjandi vinnuumhverfi í hópi metnaðarfullra og hæfra einstaklinga.
Ábyrgð og verkefni:
- Hönnun og uppsetning á markaðsefni fyrir vef og prent
- Gerð auglýsingaefnis fyrir rafrænar herferðir
- Myndvinnsla og umbrot
- Önnur tilfallandi verkefni á markaðssviði
Hæfniskröfur:
- A.m.k. þriggja ára reynsla af sambærilegu starfi er skilyrði
- Góð kunnátta í myndvinnsluforritum, m.a. InDesign, Photoshop og Illustrator, er skilyrði
- Góð kunnátta í HTML 5 og CSS er skilyrði
- Menntun sem nýtist í starfi er kostur
- Þekking á vefumsjónarkerfum er kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Brennandi áhugi á, og gott auga fyrir, hönnun
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og áreiðanleiki
- Hæfni í mannlegum samskiptum
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Starfstímabilið er frá 1. október 2016 - 31. janúar 2017. Möguleiki á áframhaldandi starfi að því tímabili loknu. Einungis reyklausir einstaklingar koma til greina. Vinsamlega sækið um starfið á heimasíðu Öskju, www.askja.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Erla Sylvía Guðjónsdóttir, gæða- og mannauðsstjóri Öskju, á netfanginu atvinna@askja.is