Grafískur hönnuður
A4 leitar af öflugum grafískum hönnuði í hópinn, um er að ræða fullt starf. Starfið felur í sér fjölbreytt viðfangsefni. Áhugi á markaðsmálum nauðsynlegur sem og að fylgjast með nýjungum í faginu.
Helstu verkefni eru :
- Hönnun á auglýsinga- og kynningarefni fyrir vef og prent.
- Gerð fréttabréfa fyrir viðskiptavini, jafnt fyrir vef og prent.
- Hönnun á útliti fyrir vef A4, í samvinnu við vefstjóra.
- Myndvinnsla og umbrot.
- Efni fyrir verslanir A4 .
Við leitum að einstaklingi með:
- Menntun og reynslu á sviði grafískrar hönnunar.
- Góða íslenskukunnáttu, mikill kostur er að geta skrifað texta.
- Reynsla af ljósmyndun og myndvinnslu er kostur.
- Hæfileika til að vinna sjálfstætt og með næmt auga fyrir smáatriðum.
- Hæfni í mannlegum samskiptum og vilja til að vinna í hóp.
- Hæfileika til að hugsa út fyrir boxið og leita nýrra lausna.
Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst 2016
A4 er framsækið fyrirtæki og leggur metnað sinn í að vera í fararbroddi á sviði skrifstofu-, skóla-, föndur- og hannyrðavara og leggur áherslu á góða og trausta þjónustu við viðskiptavini. Við erum stolt af því að geta boðið upp á heimsþekkt vörumerki sem eiga það öll sameiginlegt að vera í háum gæðaflokki. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 starfsmenn.
Sækja um starf
Tekið er á móti umsóknum á netfangið alfa@a4.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir mannauðsstjóri, Alfa Lára Guðmundsdóttir, í síma 580-0000.