Grafískur hönnuður
Markaðs- og þróunarsvið Orkunnar ber ábyrgð á vörumerkjunum Orkan, Extra og 10-11 auk samvinnu við dótturfélögin Löður, Gló og Lyfjaval.
Helstu verkefni:
- Hönnun og uppsetning á fjölbreyttu efni fyrir prent, umhverfismerkingar og stafræna miðla fyrir vörumerki Orkunnar.
- Hugmyndavinna og efnissköpun.
- Samskipti og grafísk aðstoð þvert á deildir og dótturfélög.
- Ýmis önnur tilfallandi verkefni tengd markaðs- og kynningarmálum.
Við erum að leita að einstaklingi sem:
- Er metnaðarfullur, sýnir frumkvæði og er framúrskarandi í samskiptum.
- Með hæfileika til að hugsa út fyrir boxið og leita nýrra lausna.
- Kann vel á helstu hönnunarforritin (Adobe CC)
- Hefur þekkingu og reynslu í umbroti og hönnun fyrir fjölbreytta miðla.
- Góð íslenskukunnátta.
- Reynsla af að vinna í markaðsteymi er kostur.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál – allar nánari upplýsinar veitir Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstjóri, brynjag@orkan.is
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Orkumikill hönnuður óskast! Við auglýsum eftir grafískum hönnuði sem er tilbúinn að hlaupa hratt og taka þátt í fjölbreyttum verkefnum. Viðkomandi mun starfa hjá markaðs- og þróunarsviði Orkunnar.