GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR / VEFSTJÓRI
Ferðaskrifstofa Íslands óskar eftir að ráða metnaðarfullan, afburðarsnjallan og drífandi grafískan hönnuð/vefstjóra. Starfið felst í að vinna auglýsingaefni fyrir alla helstu miðla ásamt því að sjá um vefumsjón fyrir vefi fyrirtækisins.
Ferðaskrifstofa Íslands er líflegur og spennandi vinnustaður og er leiðandi á sínu sviði á Íslandi.
Hæfniskröfur:
Starfsumsækjandi þarf að hafa gott auga og brennandi áhuga á hönnun og vefumsjón. Hann þarf að getað hannað auglýsingaefni fyrir alla helstu miðla og hafa reynslu af auglýsingagerð. Mikilvægt er að umsækjandi sé vel skrifandi á íslensku og ensku og eigi auðvelt með að tjá sig á rituðu máli. Að geta lesið úr vefmælingum og þekkja til markaðssetningar á netinu er kostur.
Þau forrit sem ætlast er að umsækjandi kunni á eru m.a. Adobe Photoshop, Adobe Illustrator, Adobe Indesign, vefsíðugerðaforrit (t.d. Adobe Dreamweaver) og Adobe After effects.
Í boði er spennandi starf í markaðs- og vefdeild þar sem reynir á hópvinnu, frumkvæði og getu til að takast á við ögrandi verkefni. Umsækjandi þarf aðhafa einstaka hæfni í mannlegum samskiptum.
Til að sækja um starfið skal senda umsókn á netfangið birgir@uu.is með subject „Grafískur hönnuður/Vefstjóri“. Í netpóstinum þarf að fylgja með ferilskrá (CV). Umsóknarfrestur er til 17. janúar 2014