Grafískur hönnuður / Margmiðlunarfræðingur

Úrval Útsýn 11. Jun 2012 Fullt starf

Ferðaskrifstofa Íslands óskar eftir að ráða hugmyndaríkan, metnaðarfullan og drífandi grafískan hönnuð til að vinna auglýsingaefni fyrir alla helstu miðla.

Ferðaskrifstofa Íslands er líflegur og spennandi vinnustaður og er leiðandi á sínu sviði á Íslandi.

Hæfniskröfur:
Starfsumsækjandi þarf að geta hannað auglýsingaefni fyrir helstu miðla, færni til að tjá sig á rituðu máli og mjög góð íslensku kunnátta nauðsynleg.
Þau forrit sem ætlast er að umsækjandi kunni á eru m.a. Adobe Photoshop, Adobe Illustrator, Adobe Indesign, Adobe Flash, vefsíðugerðaforrit(t.d. Adobe Dreamweaver) og Adobe After effects.

Í boði er spennandi starf markaðs- og vefdeild þar sem reynir á hópvinnu, sjálfstæð vinnubrögð og getu til að takast á við ögrandi verkefni.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Til að sækja um starfið skal senda umsókn á netfangið dadi@uu.is með subject "Grafískur hönnuður". Í netpóstinum þarf að fylgja með ferilskrá (CV).