Grafískur hönnuður
Auglýsingastofan Verðandi er ung og fersk lausn á Íslenskum markaði. Að fyrirtækinu stendur hópur fólks með ólíkan bakgrunn sem nálgast verkefni með nýjum leiðum. Verðandi býður upp á alhliða þjónustu þegar það kemur að markaðssetningu, birtingum og auglýsingagerð.
Við leitum að grafískum hönnuði með yfirgripsmikla þekkingu á auglýsingagerð. Allt frá prentverki að grafískum sjónvarpsauglýsingum.
Hæfniskröfur:
– Menntun sem nýtist í starfi æskileg
– 2-3 ára reynsla æskileg
– Mikla kunnáttu á Photoshop, Illustrator, Indesign og After Effects
– Grunn kunnátta á 3D Studio Max/Maya æsileg
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Vinsamlegast sendið umsóknir með ferilskrá og portfolio á netfangið verdandi@verdandi.is. Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst 2012.