Grafískur hönnuður
Art2b óskar eftir að ráða starfsmann í eftirvinnslu ljósmynda, myndbanda og hönnun motion grafíkar. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á helstu forritum til grafískrar vinnslu, s.s. Photoshop, Illustrator og After Effects.
Grafískur hönnuður fullhannar verkefni og ber ábyrgð á frágangi til birtingar. Grafískur hönnuður er hugmyndaríkur, listrænn, skipulagður, nákvæmur og metnaðarfullur. Vegna aukinna umsvifa leitum við að hæfileikaríkum einstakling til að starfa í hópi skapandi fólks.
Art2b er málverkagallerý og vinnustofa fyrir listmálara. Frá árinu 2008 hafa fjölmargir íslenskir og erlendir listmálarar staldrað við hjá Art2b, málað og sýnt verk sín.
Art2b er í samvinnu við listmálara út um allan heim og rekur vinnustofur m.a. á Íslandi, Þýskalandi og Kína. Hópur listmálara í samstarfi við Art2b fer ört vaxandi.
Ljósmyndastúdíó og prentstofa Art2b býður upp á útprentanir fyrir ljósmyndastúdíóið en selur einnig stórar ljósmyndir í betrekk eftir ýmsa ljósmyndara í samvinnu við Art2b.
Við leitum að starfsmanni með frumkvæði til starfa í vaxandi fyrirtæki. Viðkomandi getur hafið störf strax eða mjög fljótlega.
Áhugasamir eru hvattir til að senda starfsumsókn með ítarlegum upplýsingum, s.s. um menntun og fyrri störf, til Art2b á tölvupóstfangið: johann@art2b.is