Gagnvirkur markaðstengill

ENNEMM 10. Dec 2012 Fullt starf

Við ætlum að bæta við okkur fólki. Við leitum að kraftmiklum og skipulögðum manneskjum með þekkingu og áhuga á markaðssetningu í gagnvirkum miðlum. Ef þú passar við starfslýsinguna bíður þín skemmtilegur vinnustaður, skapandi samstarfsfólk og spennandi verkefni fyrir mörg af framsæknustu fyrirtækjum landsins.

Starfið:
– Verkefnastjórnun
– Gagnvirk markaðssetning og strategía.
– Hugmyndasmíð fyrir gagnvirka miðla.
– Vinna með samfélagsvefi, leikjavæðingu og nýjungar á vefnum.

Kröfur:
– Skipulagshæfileikar.
– Drifkraftur.
– Brennandi áhugi á vefmálum og veftækni.
– Þekking á leikjavæðingu og fræðum gagnvirkrar markaðssetningar.
– Þekking á aðferðafræði í verkefnastjórnun og þróun.

Menntun:
– Háskólapróf í viðskiptafræði eða öðru námi sem gagnast í starfinu.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Tekið er við umsókn og ferilskrá á netfangið hallur@ennemm.is. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.