Gagnagrunnssérfræðingur í nýsköpunar- og þróunarteymi
Í starfinu felst umsjón með hönnun og uppbyggingu gagnainnviða ásamt þróun og innleiðingu ferla innlestrar og úrvinnslu í nýju kerfi þjóðhagsreikninga. Starfið krefst þekkingar og reynslu af vensluðum gagnagrunnum ásamt þekkingar og reynslu á sviði gagnaforritunar og gerð gagnaleiðslna (e. data pipelines). Um er að ræða nýtt starf sem tengist fjárfestingarátaki stjórnvalda.
Starfsmaðurinn mun starfa í hópi sérfræðinga við þróun og smíði nýs þjóðhagsreikningakerfis fyrir Ísland sem er ætlað að svara aukinni þörf fyrir upplýsingar um stöðu og þróun efnahagsmála sem nýst geta við stefnumörkun, vandaða ákvarðanatöku og bætta upplýsingagjöf til almennings.
Ekki er gert ráð fyrir því að starfsmaðurinn hafi reynslu af gerð þjóðhagsreikninga og er því gert ráð fyrir að hann hljóti þjálfun í samræmi og gefist m.a. kostur á að sækja sérhæfð námskeið, auk þess að taka virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi um uppbyggingu gagnainnviða innan sviðs þjóðhagsreikninga.
Starfsmaðurinn mun hafa umsjón með hönnun og uppbyggingu gagnagrunna nýrra þjóðhagsreikninga ásamt viðhaldi og umbótum þeirra. Gerð er krafa um að starfsmaðurinn geti miðlað upplýsingum tengdum gagnagrunnskerfi þjóðhagsreikninga, hönnun og högun ásamt viðhangandi ferlum innan þess, til samstarfsmanna, notenda og hagsmunaaðila á skýran og skilvirkan hátt.
Hæfnikröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilegt er kostur
Þekking á tæknilegri högun og skipulagi gagnagrunnskerfa er skilyrði
Reynsla af hönnun og viðhaldi gagnagrunna er skilyrði ásamt því að hafa reynslu af smíði gagnaleiðslna
Yfirgripsmikil þekking á Microsoft SQL Server er kostur
Forritunarhæfni og þekking á helstu hugbúnaðarvenjum er skilyrði
Þekking og reynsla af notkun lausna á borð við R eða Python er kostur
Vilji og geta til að tileinka sér nýjungar
Góð íslensku- og enskukunnátta
Geta til að vinna sjálfstætt, skipulega og undir álagi
Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
Sækja um starf
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út.
Umsóknarfrestur er til og með 15.02.2021
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Axel Axelsson - gunnar.axelsson@hagstofa.is - 5281000