Gagnagrunnssérfræðingur hjá embætti landlæknis

Embætti landlæknis 21. Feb 2023 Fullt starf

Embætti landlæknis leitar að jákvæðum og lausnamiðuðum gagnagrunnssérfræðingi á Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna. Viðkomandi mun leiða hönnun og útfærslu á allri úrvinnslu og uppbyggingu vöruhúsa gagna í nánu samstarfi við önnur teymi innan embættisins.

Embætti landlæknis rekur gagnasöfn á landsvísu og er gagnasöfnun og gagnagreiningu embættisins ætlað að uppfylla margs konar þarfir. Má þar nefna stuðning við stefnu og aðgerðir heilbrigðisyfirvalda, stuðning við heilsueflandi samfélög, nýtingu gagna vegna eftirlitsskyldu embættisins og til almennrar vefbirtingar tölfræði um heilsufar og heilbrigðisþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Yfirumsjón með gagnagrunnum og vöruhúsum embættisins (DBA)
• Leiða greiningu, hönnun og útfærslu á gagnavöruhúsalausnum
• Yfirumsjón með skýrslugerðartólum s.s. SAP/BO og Power BI
• Eftirlit með gagnasöfnun í gagnagrunna embættisins
• Daglegur rekstur gagnagrunna, gagnagrunnsforritun og almenn úrvinnsla gagna
• Almenn úrvinnsla og meðhöndlun gagna úr ólíkum kerfum og samþætting þeirra

Hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun sem nýtist í starfi æskileg
• Góð reynsla af rekstri gagnagrunnsumhverfa, sérstaklega Oracle
• Staðgóð þekking á gagnagrunnsfræðum og notkun fyrirspurnartóla
• Reynsla af uppbyggingu vöruhúsa gagna og notkun viðskiptagreindartóla
• Frumkvæði, drifkraftur og lausnamiðuð hugsun
• Fagleg vinnubrögð
• Þjónustulund og jákvætt hugarfar
• Lipurð í mannlegum samskiptum

Allar nánari upplýsingar veitir Ingi Steinar Ingason sviðsstjóri rafrænna heilbrigðislausna, netfang: ingist@landlaeknir.is, sími 510-1900.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Frekari upplýsingar má finna og www.starfatorg.is og þar er sótt um starfið.