Gagnagrunnssérfræðingur (DBA)

Arion banki 6. Jan 2021 Fullt starf

Við leitum að reynslumiklum aðila til starfa í teymi sérfræðinga í innviðum og rekstri á upplýsingatæknisviði bankans. Viðkomandi mun taka þátt í uppbyggingu á gagnagrunnsumhverfi með það að markmiði að sjálfvirknivæða innviði til að ná fram aukinni skilvirkni, stöðugleika og sjálfbærni í rekstri gagnagrunna.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Daglegur rekstur gagnagrunna
  • Greining og hönnun gagnagrunnsumhverfis
  • Eftirlit með högun gagnagrunna
  • Útgáfustýring og umbótavinna á gagnagrunnsumhverfi
  • Stuðla að aukinni sjálfvirknivæðingu í útgáfuferlum fyrir gagnagrunnsumhverfi
  • Stuðningur við aðra hópa innan bankans

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af rekstri gagnagrunnsumhverfa
  • Yfirgripsmikil þekking á Microsoft SQL
  • Þekking á SSIS eða sambærilegum tólum
  • Þekking á Oracle er kostur
  • Þekking á skýjalausnum er kostur (Azure, AWS, G-Cloud)
  • Mikill áhugi á aukinni sjálfvirkni og skilvirkni
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Góðir samskiptahæfileikar

Nánari upplýsingar veita Gunnar Þór Stefánsson, forstöðumaður DevOps í s. 856 6445, gunnar.stefansson@arionbanki.is og Brynja B. Gröndal, mannauðsstjóri, í s. 856 6386, brynja.grondal@arionbanki.is

Umsóknarfrestur er til og með 16. janúar 2021.

Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Arion banki er skráður á aðallista Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm. Jafn réttur kvenna og karla til starfa er okkur hjartans mál. Arion banki er jafnlaunavottaður en það felur í sér formlega staðfestingu á því að fagleg vinnubrögð séu til staðar við ákvörðun launa og að starfsfólki í jafn verðmætum störfum sé ekki mismunað.


Sækja um starf