Gagnagrunnssérfræðingur
Viltu bætast í öflugan og skemmtilegan hóp starfsfólks Hagstofu Íslands?
Hagstofa Íslands leitar að sérfræðingi til að taka þátt í uppbyggingu gagnainnviða og gagnamiðlunar stofnunarinnar. Gagnagrunnssérfræðingur mun sinna viðhaldi, hönnun og þróun gagnagrunna ásamt úrvinnslu- og miðlunarferlum út frá þörfum notenda. Að auki felst í starfinu almenn hugbúnaðarþróun, meðal annars til þess að auka sjálfvirkni ýmissa keyrslna ásamt rekstri gagnagrunnsþjóna.
HÆFNISKRÖFUR
• Yfirgripsmikil þekking á MS SQL
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
• Þekking og reynsla af vinnu með SSIS
• Útsjónarsemi og lausnamiðuð hugsun
• Vilji til þess að læra á nýjar lausnir sem og kynna sér eldri í dýptina
• Þekking og reynsla af vöktunarkerfum
• Góð samskiptahæfni og þjónustulund
• Þolinmæði og yfirvegun
• Þekking á tæknilegri högun hugbúnaðarkerfa er kostur
• Geta til að sökkva sér í og leysa upplýsingatæknivandamál
Um er að ræða 100% starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 18. október 2021. Sótt er um á ráðningarvef ríkisins www.starfatorg.isMeð umsókn þarf að fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í starfið. Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði. Hafi umsækjandi verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi getur það orðið til þess að viðkomandi telst ekki hæfur til þess að gegna starfi hjá stofnuninni.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Hagstofu Íslands við ráðningar í störf.
Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk Hagstofunnar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hagtalna, stunda rannsóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðunum. Leiðarljós starfseminnar eru þjónusta, áreiðanleiki og framsækni. Hagstofan er staðsett í lifandi umhverfi í Borgartúninu, starfsumhverfið er jákvætt, fjölskylduvænt og sveigjanlegt og við höfum öflugt starfsmannafélag. Nánari upplýsingar má finna á www.hagstofa.is
Sækja um starf
Nánari upplýsingar um starfið veita Auðunn Ragnarsson, tæknistjóri, audunn.ragnarsson@hagstofa.is, og Emma Á. Árnadóttir, mannauðsstjóri, emma.a.arnadottir@hagstofa.is, eða í síma 528-1000.