Gagnagrunnssérfræðingur

Hagstofa Íslands 6. Aug 2015 Fullt starf

Hagstofa Íslands leitar að gagnagrunnssérfræðingi til að reka og þróa upplýsingakerfi stofnunarinnar. Unnið er í Microsoft SQL Server og TSQL umhverfi að SSIS lausnum og uppbyggingu á gagnavöruhúsum. Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga á að vinna í hóp og eigi auðvelt með að starfa með öðrum.

Við leggjum áherslu á að viðkomandi ástundi öguð vinnubrögð og hafi lifandi áhuga á að þróa ferla og upplýsingakerfi Hagstofu Íslands.

HÆFNISKRÖFUR

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi er mikill kostur.
  • Reynsla af rekstri gagnagrunnskerfa.
  • Reynsla af hönnun og forritun gagnagrunna.
  • Þekking á Microsoft SQL Server og TSQL.
  • Þekking á vöruhúsi gagna og tengdri aðferðafræði er æskileg.
  • Þekking á SSIS eða sambærilegum tólum er æskileg.
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
  • Góðir samskiptahæfileikar.
  • Reynsla af teymisvinnu er kostur

Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst 2015 og skulu umsóknir berast á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is eða í pósti á: Borgartún 21a, 150 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar um starfið veita Helga Hauksdóttir og Snorri Henrysson í síma 5281000.