Viltu byggja næstu kynslóð fjarskiptafyrirtækis með okkur?
Innan skamms verða 365 miðlar orðnir að „one stop shop“ fyrir internet, síma, og sjónvarpsþjónustu næstu kynslóðar. Innan fyrirtækisins vinnur nýsköpunarteymi hörðum höndum við að gangsetja nýung á Íslandi sem allir munu taka eftir, þó víðar væri leitað.
Viltu vera með?
Við leitum að:
**1. Sérfræðingi í samþættingu og ferlum (enterprise integration and business processes).
Þú munt leiða alla þróun i samþættingu kerfa. Það sem þú þarft að tileinka þér eru hugtök eins og „loose coupling“, „process engines“, og „SOA“. Það sem þú þarft að búa yfir er (a) tölvunarfærði eða sambærilegur grunnur, (b) amk. 3 ára reynsla af þróun vefþjónusta og samþættingu kerfa, og (c) eldmóður og gott hugmyndaflug!!!.
**2. Salesforce.com forritari.
Þú verður okkar lykilmaður í allri framlínuþróun í force.com. Þú þarft að hafa góðan grunn. helst tölvunarfræði eða sambærilega menntun. Hafirðu aldrei heyrt um þetta umhverfi þá kynntu þér það núna. Fyrir réttan einstakling erum við tilbúin að (a) senda viðkomandi í þjálfun erlendis, (b) planta síðan viðkomandi í fóstur hjá sérfræðingum hér innanlands, og (c) horfa á þig blómstra og verða frábæra(n) í teyminu okkar.
Við keyrum agile verklag. Við keyrum lean startup hugmyndafræðina.
Ef þú hefur áhuga eða vantar nánari upplýsingar sendu þá póst á axel@365.is