Gagnaforritari/data engineer
Hefur þú áhuga á að starfa í ört vaxandi fyrirtæki á sviði umhverfisstjórnunar?
Klappir Grænar Lausnir hf. er hugbúnaðarfyrirtæki sem býður fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum lausnir sem hjálpa þeim að ná yfirliti yfir orkunotkun og sorplosun og að setja sér markmið varðandi losun gróðurhúsalofttegunda.
Við erum að leita að duglegum og áhugasömum gagnaforritara í samhentan og skemmtilegan hóp forritara og annarra starfsmanna sem starfar við þróun hugbúnaðarlausna okkar.
Sem gagnaforritari munt þú:
- Taka þátt í að þróa áfram og viðhalda okkar vöruhúsi gagna.
- Fylgjast vel með nýjungum í vefþjónustulausnum sem standa til boða og geta stutt lausnir
Klappa. - Starfa með öðrum forriturum í að tryggja gott flæði milli grunns og viðmóts.
Hæfniskröfur:
- BSc gráða í tölvunarfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- A.m.k. 1-3ja ára starfsreynsla
- Reynsla af vinnu með SQL gagnagrunna og vöruhús gagna
- Áhugi og þekking á að vinna með gagnagrunna og uppbyggingu þeirra
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og hæfni til að leysa vandamál
- Ágæt samskiptahæfni er mikilvæg
- Þekking á Amazon veflausnum (AWS) er mikill kostur
- Áhugi á umhverfismálum er kostur en ekki nauðsyn
Umsóknir skal senda á netfangið atvinna@klappir.com
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Klappa (www.klappir.is) og í símum 519-3800 / 8674757 hjá Hildi Jónsdóttur.