Gagnaforritari

Hagsstofa Íslands 29. Jun 2017 Fullt starf

Starfið felst í uppbyggingu gagnainnviða og gagnamiðlunar hjá Hagstofu Íslands. Starfsmaðurinn mun sinna hönnun og þróun gagnagrunna ásamt úrvinnslu- og miðlunarferlum miðað við ytri og innri þarfir notenda auk almennrar hugbúnaðarþróunar.

HÆFNISKRÖFUR

  • Geta til að sökkva sér í og leysa upplýsingatæknivandamál
  • Reynsla og þekking á almennt viðurkenndum venjum í hugbúnaðarþróun
  • Þekking á gæðaferlum í innlestrarferlum og gagnagrunnsvinnslu er æskileg
  • Þekking á tæknilegri högun almennra gagnagrunnskerfa er æskileg
  • Þekking á helstu öryggisógnum upplýsingakerfa er æskileg
  • Þekking og reynsla af vélrænu gagnanámi (e. machine learning) er æskileg
  • Þekking og reynsla af ólíkum gagnagrunnslausnum er kostur
  • Háskólapróf í tölvunarfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 24. júlí 2017 og skulu umsóknir berast til: Starfsumsókn, Borgartúni 21a, 150 Reykjavík eða rafrænt á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Hauksdóttir í síma 5281000.

Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk Hagstofunnar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hagtalna, stunda rannsóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðunum. Nánari upplýsingar má finna á www.hagstofa.is