Gagnaforritarar – Data Engineers
Gagnaforritarar – Data Engineers
Við leitum að metnaðarfullum og drífandi sérfræðingum í gögnum til að þróa áfram gagnaumhverfi Orkuveitunnar. Gagnateymið vinnur við að skapa sem mest virði úr gögnum til hagsbóta fyrir viðskiptavini og aðra hagaðila, þvert á öll dótturfélög Orkuveitunnar. Í boði eru tækifæri bæði fyrir þau sem eru að taka sín fyrstu skref í gagnaforritun sem og reynslubolta.
Helstu verkefni
- Þróun og viðhald á vöruhúsi gagna og gagnmörkuðum, ETL gagnaflæði, stoðgögnum, gagnaskilum og gagnaprófunum
- Þróun á viðskiptagreindarumhverfi og undirliggjandi gagnaferlum hjá Orkuveitunni
- Þróun á ferlum vegna afhendingar gagna til sérfræðinga í viðskiptagreiningu og líkanagerðar
- Útfærsla, þróun og viðhald á gagnalíkönum
- Samskipti við hagaðila, greining á gagnakröfum og tækifærum í hagnýtingu á gögnum
- Stýring og stuðningur í verkefnum tengdum hagnýtingu gagna
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfinu
- Þekking og reynsla í notkun á tólum, tækjum og aðferðum við þróun gagnainnviða s.s. SQL server, Databricks og Azure gagnainnviðum
- Góð þekking á gagnagrunnum og uppbyggingu vöruhúss gagna
- Þekking á Python eða öðrum forritunarmálum er kostur
- Gott auga fyrir notendavænni og listrænni framsetningu er kostur
- Góð samskiptafærni og hæfni til að miðla þekkingu
Hvernig vinnustaður er Orkuveitan? (kynningarmyndband)
Orkuveitan samanstendur af móðurfélaginu og fjórum dótturfélögum, Orku náttúrunnar, Veitum, Ljósleiðaranum og Carbfix og hefur það hlutverk að styðja vaxandi samfélag, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu.
Við bjóðum upp á fjölbreytt og stuðningsríkt vinnuumhverfi þar sem áhersla er lögð á framsýni, hagsýni, heiðarleika og frumkvæði. Rannsóknir hafa sýnt að fjölbreytileiki leiðir til betri árangurs og við hvetjum öll sem uppfylla grundvallarskilyrði starfsins til að sækja um, óháð því hvort þau haki í öll boxin.
Umsóknarfrestur er til og með 22. september 2024
Nánari upplýsingar veitir Kristrún Lilja Júlíusdóttir, Forstöðukona stafrænna og stefnumiðaðra umbreytinga, á netfanginu kristrun.lilja.juliusdottir@orkuveitan.is
Sækja um starf