Gæðastjóri
Oddi óskar eftir að ráða gæðastjóra með brennandi áhuga á iðnaðarframleiðslu, gæðamálum, ferlum og tengdri aðferðafræði og kerfum, til dæmis straumlínustjórnun, Agile, Lean og Six Sigma. Oddi hefur þrjár lykilvottanir í gæðamálum: öryggisvottun ISO 9001, matvælavottun BRC og norræna umhverfismerkið Svaninn.
Starfslýsing
– • Umsjón með gæðamálum hjá Odda
– • Þátttaka og leiðandi hlutverk í mótun og endurhönnun ferla
– • Ritstjórn og útgáfa gæðaskjala og -handbókar
– • Stjórnun funda gæðaráðs og rýni stjórnenda á gæðakerfi
– • Innri úttektir á gæðakerfi og umsjón með umbótaverkefnum
– • Eftirfylgni ábendinga og kvartana
– • Samskipti við starfsfólk og viðskiptavini vegna gæðamála
Menntun og hæfni
– • Háskólapróf sem nýtist í starfi er kostur
– • Reynsla af vinnu við gæðakerfi er skilyrði
– • Starfsreynsla hjá iðnfyrirtæki/framleiðslufyrirtæki er skilyrði
– • Reynsla af straumlínustjórnun og öryggismálum er kostur
– • Reynsla af hönnun og innleiðingu ferla er kostur
– • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
– • Jákvæð framkoma og mikil hæfni til samskipta
Umsóknarfrestur er til og með 11. desember (fös).
Oddi er stærsti framleiðandi landsins á sviði umbúða úr pappír og plasti, ásamt því að veita atvinnulífinu fjölbreytta prentþjónustu. Oddi hefur um 250 starfsmenn á þremur starfsstöðvum í Reykjavík, sem spanna yfir 33 þús. fm. Viðskiptavinir Odda eru um 3.500 talsins og velta fyrirtækisins er liðlega 5 milljarðar króna. Oddi er jafnréttissinnaður vinnustaður með mikla áherslu á samspil mannauðs, samfélags og umhverfis.
Sækja um starf
Sækið um starfið og sendið inn ferilsskrá á vefsvæði Odda. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsækjendum svarað. Nánari upplýsingar veitir Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri mannauðs og markaðsmála Odda, í hagalin@oddi.is og 515 5000.