Gæða- og öryggisstjóri á miðstöð rafrænna heilbrigðislausna hjá embætti landlæknis
Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna hjá embætti landlæknis óskar eftir að ráða gæða- og öryggisstjóra til starfa á sviðið en viðkomandi mun einnig starfa sem gæða- og öryggisstjóri fyrir allt embættið. Sviðið ber ábyrgð á að þróa og innleiða upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu. Sviðið hefur eftirlit með öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða í heilbrigðisþjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
Skipuleggur og stýrir innleiðingu á eftirliti með framkvæmd laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða nr. 78/2019 vegna heilbrigðisþjónustu.
Vinnur að þróun á öryggiskröfum til net- og upplýsingakerfa í heilbrigðisþjónustu, m.a. um öryggisvirkni og tæknilega útfærslu á öryggisstýringum.
Tekur þátt í að tryggja öryggi net- og upplýsingakerfa sem eru í rekstri hjá embætti landlæknis.
Vinnur aðgerðaáætlun í gæðamálum, samhæfir og stýrir innleiðingu gæða- og öryggiskerfis, ritstýrir gæðahandbók og vinnur að gæðavottun.
Sér um samskipti við ytri aðila vegna öryggis net- og upplýsingakerfa í heilbrigðisþjónustu í samvinnu við starfsmenn sviðsins og aðra sérfræðinga innanhúss og utan.
Leiðir þróun stjórnunarkerfis upplýsingaöryggis hjá embætti landlæknis.
Tekur þátt í alþjóðasamstarfi á sviði öryggis net- og upplýsingakerfa heilbrigðisþjónustu fyrir hönd embættisins.
Sér til þess í samvinnu við viðeigandi starfsmenn að ítarlegt og uppfært fræðsluefni innan málaflokksins sé ætíð að finna á heimasíðu.
Frekari upplýsingar má finna á Starfatorgi
Sækja um starf
Sótt er um starfið á Starfatorgi
https://island.is/starfatorg/x-37410