Fyrirliði Rekstrarþjónustu
Reiknistofa bankanna leitar að fyrirliða í Rekstrarþjónustu. Við leitum að einstaklingi sem vinnur vel í hópi en getur líka unnið sjálfstætt þegar að þörf er á og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að RB verði áfram drifkraftur breytinga og eftirsóttur samstarfsaðili á íslenskum fjármálamarkaði.
Helstu verkefni:
-
Utanumhald, yfirsýn og eftirfylgni með verkefnum Rekstrarþjónustuhóps RB
-
Umsjón með búnaðarkaupum/skráningum og leyfismálum
-
Daglegur rekstur á tækniumhverfi RB, t.d. Terminal umhverfi, Teams, AD, Windows, vírusvörnum og fleira.
-
Uppsetning tækjabúnaðar og aðstoð við notendur
-
Önnur tilfallandi verkefni innan rekstrarþjónustu
Hæfniskröfur:
-
Fyrri reynsla af störfum við upplýsingatækni er skilyrði
-
Skipulagshæfni / verkefnastýring
-
Þjónustulund og samskiptahæfileikar
-
Reynsla af rekstri tölvuumhverfa, notendaþjónustu, búnaðarinnkaupum og almennum rekstri.
-
Þekking á Office 365 umhverfi
-
Sjálfstæð vinnubrögð og samviskusemi
-
Næmni fyrir smáatriðum og góð yfirsýn
-
Hæfni til að vinna vel undir álagi þegar þess þarf
-
Menntun á sviði upplýsingatækni, eða önnur menntun sem nýtist í starfi
RB er traust og öflugt þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni sem hefur þróað hinar ýmsu fjármálalausnir, þar á meðal megin greiðslukerfi landsins.
Við bjóðum góða vinnuaðstöðu, tækifæri til endurmenntunar og starfsþróunar, frábæra samstarfsfélaga og umhverfi þar sem fagmennska, öryggi og ástríða eru undirstaða allra verka.
Nánari upplýsingar veita Greta Lind Kristjánsdóttir, forstöðumaður Tækniþjónustu, greta@rb.is og Hermann Árnason, sérfræðingur í mannauðsmálum, hermann@rb.is
Umsóknarfrestur er til og með 29.apríl n.k.
Sækja um starf
Allar umsókni skulu berast í gegnum heimasíðu RB: https://rb.is/storf-i-bodi/