Fullstack forritari

Fullstack forritari með áherslu á framenda/viðmót
LV leitar að fullstack forritara með brennandi áhuga á viðmótshönnun og notendaupplifun. Snjöll þjónusta er eitt af fimm leiðarljósum í stefnu LV. Þannig miða tæknilegir innviðir sjóðsins að því að veita snjalla þjónustu út frá þörfum sjóðfélaga og launagreiðenda. Við leitum að öflugum og metnaðarfullum liðsfélaga til að slást í hópinn og takast á við krefjandi og spennandi verkefni sem framundan eru.
Á upplýsingatæknisviði LV starfar samhentur hópur sérfræðinga við hugbúnaðarþróun. LV á og rekur eigin upplýsingakerfi sem sérhæfð eru fyrir starfsemi sjóðsins. Kerfin eru í stöðugri þróun og leitast sjóðurinn við að nota nýjustu tækni við hugbúnaðargerð á hverjum tíma.
Helstu verkefni:
- Hönnun og smíði hugbúnaðar
- Innleiðing og útfærsla stafrænna lausna fyrir sjóðfélaga og launagreiðendur
- Viðhald á viðskiptahugbúnaði sjóðsins
- Þróun og innleiðing úrbóta og nýrra lausna
Menntunar og hæfniskröfur:
- Menntun á sviði tölvunarfræði
- Reynsla af framendaforritun
- Reynsla af CI/CD er kostur
- Færni í forritun (Java, C#)
- Þekking á gagnagrunnum og SQL fyrirspurnamálinu
- Reynsla af UI/UX hönnun
- Sjálfstæði í störfum, frumkvæði og þjónustulund
- Geta til að vinna vel í hópi
Sækja um starf
Umsókn ásamt ferilskrá sendist á haraldur.arason@live.is. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.